Rakel bloggar

 

Gleði á Sandi...og Rifi!

Við skelltum okkur á Sandaragleði um helgina. Sigga frænka varð fjörutíu ára í vor og ég var ákveðin í því að fagna tímamótunum með henni áður en hún væri komin lengra inn á fimmtugsaldurinn!

Það er svo sem sama hvar maður er þegar rignir - og það rigndi svo sannarlega! Við létum það ekki stoppa okkur og tókum þátt í öllu sem í boði var. Borðuðum súpu ásamt fjölskrúðugum hópi fólks í skemmu á Hellissandi á föstudagskvöldinu, fórum á markað í félagsheimilinu á laugardeginum, ásamt því að skoða tvær málverkasýningar. Fengum heitt kakó og meðlæti í skógræktinni og grilluðum....reyndar í bílskúrnum.....á laugardagskvöldinu. Eftir matinn fengum við okkur göngutúr niður í fiskverkunarhús á Rifi þar sem fólk hafði safnast saman til að borða, og þar var trallað fram til miðnættis við tveggja gítara undirleik! Við hefðum getað haldið leiknum áfram og skellt okkur á ball, Friðþjófur og Helga Páley héldu uppi djammheiðrinum það kvöldið. Við eigum það bara inni næst!!

Skemmtilegir dagar þessir Sandaradagar, jafnvel þó að það rigni "örlítið"!

Sólin mætti okkur svo á leiðinni heim og skein skært á Snæfellsnesið meðan hörðustu naglarnir sem voru á tjaldstæðinu, tóku upp búnaðinn sinn!!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!