Rakel bloggar

 

Afmæli

Nú er helgin að baki, fljót að líða eins og venjulega. Sölvi varð 8 ára á föstudaginn og bauð strákunum í bekknum hingað heim. Þeir voru 12 hérna í stofunni - og það mátti heyra saumnál detta á meðan þeir horfðu á mynd. Þetta er einstakur hópur, engin hlaup og ekkert vesen!

Í gær var svo fótboltamót hjá þessum köppum í Egilshöllinni og í dag fengum við ættingja og vini í heimsókn. Er reyndar farin að draga úr heimboðunum eftir því sem þeir eldast og býð aðallega þeim sem drengirnir leika oftast við.  Elmar er þó enn inni í stóra pakkanum - þá eru fleiri frænkur með! :) Elmar getur reyndar ekki beðið eftir sínu afmæli og mjög erfitt að útskýra fyrir honum að það séu 5 mánuðir en ekki dagar þangað til hans veisla verður!

Sölvi er hæstánægður með helgina - sat og taldi peninga í kvöld! Púslaði saman stórum geitungi sem hann fékk og getur ekki beðið eftir að prófa nýja perlið sitt. Hann fékk bókina um Virgil litla og föt sem honum fundust "geðveik". Megum reyndar fara af stað og sækja stærri stærðir enda hefur strákurinn stækkað svo mikið síðan í fyrravetur, að hann hefur bara misst úr eina stærð !

Má nú til með að enda á gullkorni! Þrándur fór á gæsaveiðar í gær eftir að fótboltamótinu lauk og kom ekki heim fyrr en eftir miðnætti. Í morgun þegar Sölvi vaknaði kom hann strax til mín frekar áhyggjufullur og sagði: En var pabbi búinn að baka allt?????

Þetta er jafnrétti sem manni líkar - je..............!


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
10.09.2007 11:41:53
Og var enginn afgangur fyrir bakarann...?
Fékk hann einhverjar gæsir?
Þetta lagði Sverrir í belginn
10.09.2007 13:16:48
Mér líst vel á jafnréttið þarna í Fossvoginum :) Flott hjá ykkur!
Þetta lagði Sigurrós í belginn
10.09.2007 20:21:24
Til hamingju með drenginn, en hvernig er þetta eftir kökuátið, er engin leikfimi á dagskrá???? Koma svo !!!!!!!!!!!!!!
Þetta lagði Særún í belginn
10.09.2007 22:38:57
usss.. það er ekki eins og hún Rakel þurfi eitthvað sprikl til að halda sér nettri - hún fær sér bara Prins Póló í vinnunni! (og kemur svo í súludans til mín á eftir...)
Þetta lagði Marta í belginn