Rakel bloggar

 

Keflavíkurferð

Átti leið í Keflavík núna í hádeginu.....styst frá því að segja að ég náði að villast þar, og leita - eins og óð manneskja - að því sem menn kalla þar "höll".

Fann hana að lokum við mikla gleði miðjusonarins sem var farinn að halda að hann myndi missa af mótinu sem haldið var fyrir pollana þar í dag!!

Elmar Logi var með í för, íklæddur jólasveinabúningi sem hann gróf upp í gær - innanundir var hann í brúnu lopapeysunni sem langamma Áslaug gaf honum....hann segir að það séu "ekki sparifötin"!

Drengirnir eru einhverra hluta vegna komnir í mikið jólaskap, farnir að tala um skóinn, gjafir og rakettur. Hvernig er þetta annars með jólabarnið? Það er bara allt of lítið minnst á það í auglýsingunum!!! Wink


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
18.11.2006 22:28:18
Miðað við allar auglýsingarnar og vörurnar í búðunum mætti halda að jólin væru í næstu viku og er þá nokkur furða þó börnin láti blekkjast - ætli leikurinn sé nú ekki til þess gerður svona í og með?
Þetta lagði JH í belginn