Rakel bloggar

 

Allt redd degi slenskrar tungu...

Jæja þá eru nýju speglarnir loksins komnir upp. Auðvitað var starfskrafturinn dýri alveg fullkomlega starfi sínu vaxinn og svoleiðis með réttu græjurnar að ekkert fór úrskeiðis. Á meðan hann var að vinna voru hér sömuleiðis tveir menn að tengja ljósleiðarabúnaðinn í húsinu, svo það var þröngt á þingi. Það þurfti að slá út rafmagninu þegar ljósin voru sett upp og þá var ljósleiðaragengið í myrkrinu inni í geymslu á meðan - allt fór þetta þó vel að lokum! Nú er mjög auðvelt að sjá misfellur og bólur í andliti heimilismanna og ólíklegra en áður að við förum út með matarklessurnar framan á peysunum okkar. Höfum þó í huga að enn er ógreiddur reikningurinn.....fyrir þriggja tíma vinnu plús akstur!! Elmar er farinn til að gista hjá ömmu sinni í nótt því það er skipulagsdagur á Garðaborg á morgun. Hann var hæstánægður og huggaði mig með þeim orðum að hann kæmi nú aftur á morgun. Þá verðum við laus við morgunhvæsið frá honum í fyrramálið......

Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
16.11.2006 23:55:04
nn, er spegillinn fni ekki svo fnn a i su blu-, hrukku- og blettalaus honum? Eran prang..
etta lagi Marta belginn
17.11.2006 18:04:26
Var sko pent ltin vita a etta vri alls ekki dr spegill....eir vru nefnilega til 80.000!!! a eru byggilega eir sem eru hrukku pg blulausir......
etta lagi Rakel Gumundsdttir belginn
17.11.2006 21:19:42
g segi eins og Megas. etta kostar "bns of monn".
etta lagi GHF belginn