Rakel bloggar

 

Í fréttum er þetta helst...

Það mætti halda að það væri gúrkutíð hjá fréttastofunum þessa dagana! Kannski eru allir orðnir leiðir á prófkjörsniðurstöðum og vantar eitthvað annað til að hafa með. Nú hamast allir fréttamenn við að búa til fréttir af yfirvofandi óveðri og sérlega miklu kuldakasti sem á að vera framundan.

Börnin koma nú í hnausþykkum kuldagöllum í skólann og lítil stúlka kom ábúðarfull til mín í morgunsárið og sagði mér að það væri búið að spá svo og svo miklum kulda og allavega 25 metrum á sekúndu núna á næstu dögum (höfum reyndar verið að læra um veðrið núna í haust!)

Fyrir utan kökuveislurnar hans Arons um og fyrir síðustu helgi ber það hæst hjá fjölskyldunni að við fórum öll til tannlæknis í gær (25.000). Elmar var að fara í fyrsta skipti og fékk að prófa að setjast í stólinn þar sem tennurnar hans voru taldar (3000) Tennur allra drengjanna voru í góðu lagi sem sannar að dagleg notkun tannþráðs margborgar sig!!!!!

Maður er samt ekki sloppinn þó engar séu holurnar! Ég er með tvær sprungnar tennur sem í fyllingu tímans þarf að draga úr og setja gervitennur í staðinn (400.000). Þrándur er með tönn sem á að byggja yfir núna eftir áramótin (25.000)

Já, þarna fór eldhúsinnréttingin........!!!! Frown


Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!