Rakel bloggar

 

Eitt kerti, peitt perti,vittí,vattí,veitt verti!

Tólfti marengsinn er í bígerð og við öll í andlegu sykursjokki. Sem betur fer erum við nú ekki að borða þetta allt sjálf!!

Það kemur í minn hlut að sjá um að það komi fólk til að gæða sér á veitingunum - og ég er nú frekar léleg að hringja og ónáða fólk með afmælisboðum sérstaklega þegar börnin taka að eldast. Alltaf er nú samt gaman að hitta ættingjana þegar veislan er byrjuð!

Það verða fastir liðir eins og venjulega á veisluborðinu.....púðursykurmarengsinn, bomban og sælgætistertan auk brauðrétta og grænmetisbakka....eitthvað fyrir alla konur og kalla........!Laughing

Úr vinnunni er það að frétta að í dag var 5 börnum færra en venjulega vegna leyfa, veikinda og sérúrræða. Órúlega notalega þögn ríkti þegar við átti og svo spiluðum við "tóndæmi". Kom því á um daginn að þau mega koma með diska í skólann og spila lag sem þau eru búin að velja fyrirfram. Þá kynna þau val sitt fyrir bekknum og svo hlusta allir.

Í dag var ég svo lúsheppin að kannast vel við lagið sem mínir þrír söngluðu í allt sumar, svo ég gat slegið um mig á töflunni með því að kenna þeim fyrstu setninguna á ensku og þýða hana yfir á íslensku.

Týpískur kennari........alltaf að troða fróðleik inn í allt! Wink


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
13.11.2006 23:05:33
kvittkvitt :)
etta lagi Særún Ármannsdóttir belginn