Rakel bloggar

 

Vikan

Nú er vikan á enda......enda stutt í annan endann. (Gæti kannski notað þetta í stafsetningarupplestur).

Elsti sonurinn er að verða 12 ára á morgun þannig að í gær byrjaði húsfaðirinn að baka fyrir strákapartíið sem sonurinn bauð 26 jafnöldrum sínum að taka þátt í! Laughing

Ég skellti mér hins vegar á skemmtilega tónleika í kirkjunni hérna í nágrenninu í gærkveldi en þangað hef ég ekki komið síðan leikritið Sigga og skessan í fjallinu var sýnt þar fyrir tæpum tveimur árum. Ég hef heldur ekki látið skíra barn síðan fyrir tæpum fjórum árum, svo ferðunum í kirkjuna hefur fækkað.....

Tilefni tónleikanna var því miður ekki eins skemmtilegt og tónlistin sem þar var spiluð, því þetta voru styrktartónleikar fyrir fjölskyldu fjögurra ára stúlku sem er með ólæknanlegt æxli við heilann. Þarna voru t.d. Stebbi og Eyfi, Regína, Jóhann Friðgeir auk ættingja stúlkunnar sem tóku lagið líka.

Þegar ég kom heim var Þrándur búinn að baka 6 marengsbotna, skúffuköku og eina pizzuuppskrift, en við vorum að prófa hvernig kæmi út að baka litlu vinsælu pizzurnar daginn áður - sem reyndist í himnalagi! Við þetta bættum við svo tveimur pizzuuppskrifum, pylsubitum, saltstöngum og gommu af sælgæti..... Yell

Það er skemmst frá því að segja að allar veitingar þurrkuðust upp á mettíma og að auki var farið í kókosbollukappát og lakkrísreimakappát, horft á tvær bíómyndir og spiluð keppni í Fífa 2006 tölvuleiknum.

Það fór samt ekkert fyrir öllum þessum drengjum og við þökkum það stóru húsi, góðum strákum og uppþvottavélinni á heimilinu... við skiljum ekki hvernig við fórum að því að halda veislur án hennar hér áður fyrr!!!!!


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
10.11.2006 00:09:36
Takk fyrir að koma en ég sé að þér er óhætt að stinga af þó mikið standi til, þvíllíkur dugnaður hjá húsbóndanum. Til hamingju með drenginn:)
etta lagi Særún Ármannsdóttir belginn
10.11.2006 13:14:58
Til hamingju með drenginn:) Vááá...sé að ég á langt í land með minn mann! Hann er rétt búinn að finna pottaskápinn.... :)
etta lagi Helga Steinþ. belginn
10.11.2006 15:52:25
Helga mín, sumir læra aldrei, eins gott að sætta sig bara strax við það.. Já og til hamingju Rakel með strákaling og helgarfríið ;)
etta lagi Marta belginn
10.11.2006 22:41:58
En Helga mín, finnum honum það til afsökunar að eldhúsinnréttingin ykkar er tiltölulega ný.......
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn