Rakel bloggar

 

Letilíf!

Ég verð nú illa svikin ef þreytuhrukkunum hefur ekki eitthvað fækkað í þessu vetrarfríi!!!

Eftir að hafa þegið heimboð hjá henni Auði á fimmtudagskvöldið og farið gangandi um hættulegar götur Fossvogsins vopnuð regnhlífinni einni saman, þá lagðist ég hreinlega í leti sem stendur enn yfir!

Elmar ákvað að sýna sínar bestu skaphliðar þannig að engin ástæða var til þess að senda hann á leikskólann á föstudaginn (haha) og var drengurinn hæstánægður með að fá að vera heima og dunda sér. Aron passaði á meðan ég fór í klippingu í hádeginu en svo fóru þeir í heimsókn til ömmu sinnar á meðan við Sigga frænka kíktum í Ikea.

Ég hafði auðvitað steingleymt að Þrándur hafði ætlað með bílinn í skoðun þann daginn svo hann varð að koma til mín og sækja bíllyklana sem voru í vasanum mínum. Við Sigga vorum rétt lagðar af stað í gönguna um búðina og það reyndist svo sannarlega  ekki auðvelt að finna leiðina út með lyklana - endaði með því að ég fékk manninn í barnagæslunni til að rétta honum þá í gegnum lúgu á veggnum!! Laughing

Það tók okkur tvo tíma að skoða alla búðina og maður genginn upp að hnjám, ætluðum að tylla okkur niður og fá okkur hressingu - en þurftum að standa við barborð......bara í boði að sitja inni í búðinni!

Sölvi og Aron gistu hjá ömmu sinni aðfararnótt sunnudags og ég kíkti í "frænkuboð" til Evu. Þar voru mættir flestir í móðurættinni minni sem eru á aldrinum 18 - 42. Skemmtilegt að hittast svona og greinilega nauðsynlegt að plana það, því ekki droppa allir við hjá öllum - því síður eftir því sem aldursmunurinn er meiri!

Jæja nú er einn dagur eftir af fríinu. Óveðrið er gengið niður. Á morgun ætlum við að fara með föt í Sorpu og reyna að minnka poka og kassaflóðið sem fyllir hér öll horn!!

Býst við að Elmar verði bara í fríi líka. Hann stakk allavega upp á því!! Surprised


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
06.11.2006 10:22:27
Já maður þarf sko aldeilis að fylla á alla þolinmæðis og orku tanka áður en maður fer í IKEA!! Njóttu svo restarinnar af fríinu í botn...
etta lagi Marta belginn
10.11.2006 21:48:37
Ég verð endilega að tékka á þessari "blessuðu" IKEA-verslun sem fyrst, allir að tala um hana! En það er auðvitað ómark að fara þangað nema maður "fari með Rakel" hehehe :)
etta lagi Sigurrós belginn