Rakel bloggar

 

Dagur í lífi kennslukonu

Það var góður dagur í ævistarfinu í dag. Mér fannst ég meira að segja geta kennt nokkra tíma - og bara með árangri...að ég held.

Hvað er "góður" dagur kann einhver að spyrja sig? Jú, fyrir kennarann er það í stuttu máli góður dagur ef honum tekst að miðla efninu af hæfilegri fjölbreytni til nemendanna sem nema með nauðsynlegum áhuga og án áberandi árekstra.......!

(Lenti að vísu tvisvar í að skakka slagsmál á göngunum....en það voru ekki  "mín" börn.) Yell

Þegar við vorum að taka saman og ganga frá í lok dagsins kemur ein stúlkan til mín og horfir á mig um stund. Svo brosti hún fallega til mín, strauk mér í framan og sagði: "Rakel, þú ert með hrukku við hliðina á auganu!" Laughing


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
01.11.2006 22:38:15
Alltaf gott þegar slagsmálabörnin eru ekki "mín" börn.
hafðu það gott í vetrarfríinu, mikið vildi ég að það væri í öllu skólakerfinu!!!
etta lagi Særún Ármannsdóttir belginn