Rakel bloggar

 

Bæjarferð með meiru

Ég hafði hug á að skoða handverkssýningu sem var í Ráðhúsinu núna um helgina og þrátt fyrir að vera grasekkja í dag ákvað ég að láta slag standa og skella mér - enda einungis einn þriðji af börnunum mínum í húsi. Aron var ennþá að keppa á Akureyri og Sölva var boðið í afmæli.

Þeir sem til þekkja vita þó að sá sem eftir var getur verið á við 10....þegar hann er með mér! Surprised Við tókum ömmu Þuru með í ferðina og trilluðum í miðbæinn. Eftir nokkra hringi fundum við stæði við Tjörnina og löbbuðum meðfram henni að Ráðhúsinu. Mér fannst mjög fínt að geta stoppað með drenginn og sýnt honum fuglana, því ég vissi svo sem að handverkið myndi sennilega ekki heilla hann upp úr skónum. Frown

Margir höfðu líka fengið þessa sömu hugmynd um að kíkja á þessa sýningu. Ástandið þarna inni var vægast sagt skelfilegt fyrir þann sem er með barn í för.....hvað þá óþekkt barn! Embarassed

Það var margt fallegt þarna en erfiðar aðstæður til að skoða því ef maður stoppaði við einhvern básanna urðu þeir sem á eftir komu að gera slíkt hið sama!!!

Eftir miðbæjarferðina sóttum við Sölva í afmælið og fórum svo í Faxahverfið til Atla, en Rebekka og Reynir voru þar tilbúin með hlaðborð af sætindum. Húsfreyjan hafði farið í afmæli með börnin svo við sátum ein að borðinu.

Við höfðum ekki setið lengi þegar Pétur hringdi og sagði að komnir væru gestir til þeirra, svo við Rebekka skutluðum henni heim svo hún myndi ekki missa af neinu.

Við komum svo heim um áttaleytið en þá var Aron komin frá Akureyri......kom sem sagt að húsinu eins og hann fór frá því á föstudaginn - tómu!!

Já það er ekki hægt að segja að maður kíki ekki á borgarlífið af og til - úff! Undecided


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
30.10.2006 18:38:55
hvar eru allar myndirnar ;0)
Þetta lagði Guðrún frænka í Dk í belginn
30.10.2006 22:46:16
Myndaalbúmið er nýtt á blogcentral...var bara að stofna það í gær!!
Þetta lagði Rakel Guðmundsdóttir í belginn