Rakel bloggar

 

Innkaupadagur

Við reynum að kaupa inn einu sinni í viku og til að það megi gerast hefur Þrándur tekið að sér innkaupin fyrir heimilið. (Ég kaupi alltaf of lítið af öllu..) Undecided

Í dag var komið að innkaupum svo hann skellti sér í Bónus eins og venjulega til að bæta úr matarleysinu í kotinu. Þegar hann kom á staðinn vildi svo vel til að búðin var með allt á niðursettu verði vegna breytinga....... Laughing

....ekki vildi þó betur til en að margir höfðu séð þetta auglýst í blöðunum og mættu líka á staðinn. Ástandið líktist villta vestrinu þar sem yfirgefnir vagnar voru tæmdir um leið og fólk gafst upp á að vera í biðröðinni. Frown

Mörgum kexpökkum og klukkutímum síðar var komið að Þrándi í röðinni. (Við erum að tala um að hann hringdi í mig þrisvar sinnum með löngu millibili ...... og var alltaf í röðinni.) Karfan var þokkalega hlaðin og varningurinn kostaði hátt bílviðgerð dagsins....

....en ekkert kemst framhjá vökulum augum Þrándar.....þegar strimillinn hafði skilað sér kom í ljós, að eftir allt saman hafði gleymst að gefa honum afsláttinn sem búðin var að bjóða uppá!!!!! Hann mátti því inn í búðina aftur þar sem aurarnir voru millifærðar til baka á kortið hans!!

Já .... mikið fyrir lítið í Bónus!!!

ps. Bílviðgerðin kostaði 30.000................Laughing


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
19.10.2006 08:56:23
Stundum er sagt a tminn s peningar (a.m.k. tmi tlvu- ea blaverksti) svo n er bara a setjast niur og reikna hva rndur hafi kaup fyrir klukkutmana birinni!
etta lagi JH belginn
24.10.2006 16:17:12
J mn kona fr lka bnus essum tsludegi en var komin aeins lengra fr binni egar hn fattai a ekki var allt me felldu! egar hn kom heim fr hn a bera sama gamla strimla vi ann nja til ess a stafest gruninn(maur vill j ekki tr a maur urfi a fara ara fer bnus til a f afslttinn), og viti menn, enginn afslttur. Igga fr sem sagt daginn eftir og fkk endurgreitt, andvii pstuveislu dmns heimsendingu :-)
etta lagi Sverrir belginn