Rakel bloggar

 

Innkaupadagur

Við reynum að kaupa inn einu sinni í viku og til að það megi gerast hefur Þrándur tekið að sér innkaupin fyrir heimilið. (Ég kaupi alltaf of lítið af öllu..) Undecided

Í dag var komið að innkaupum svo hann skellti sér í Bónus eins og venjulega til að bæta úr matarleysinu í kotinu. Þegar hann kom á staðinn vildi svo vel til að búðin var með allt á niðursettu verði vegna breytinga....... Laughing

....ekki vildi þó betur til en að margir höfðu séð þetta auglýst í blöðunum og mættu líka á staðinn. Ástandið líktist villta vestrinu þar sem yfirgefnir vagnar voru tæmdir um leið og fólk gafst upp á að vera í biðröðinni. Frown

Mörgum kexpökkum og klukkutímum síðar var komið að Þrándi í röðinni. (Við erum að tala um að hann hringdi í mig þrisvar sinnum með löngu millibili ...... og var alltaf í röðinni.) Karfan var þokkalega hlaðin og varningurinn kostaði hátt bílviðgerð dagsins....

....en ekkert kemst framhjá vökulum augum Þrándar.....þegar strimillinn hafði skilað sér kom í ljós, að eftir allt saman hafði gleymst að gefa honum afsláttinn sem búðin var að bjóða uppá!!!!! Hann mátti því inn í búðina aftur þar sem aurarnir voru millifærðar til baka á kortið hans!!

Já .... mikið fyrir lítið í Bónus!!!

ps. Bílviðgerðin kostaði 30.000................Laughing


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
19.10.2006 08:56:23
Stundum er sagt að tíminn sé peningar (a.m.k. tími á tölvu- eða bílaverkstæði) svo nú er bara að setjast niður og reikna hvað Þrándur hafði í kaup fyrir klukkutímana í biðröðinni!
etta lagi JH belginn
24.10.2006 16:17:12
Já mín kona fór líka í bónus á þessum útsöludegi en var komin aðeins lengra frá búðinni þegar hún fattaði að ekki var allt með felldu! Þegar hún kom heim fór hún að bera sama gamla strimla við þann nýja til þess að staðfest gruninn(maður vill jú ekki trú að maður þurfi að fara aðra ferð í bónus til að fá afsláttinn), og viti menn, enginn afsláttur. Igga fór sem sagt daginn eftir og fékk endurgreitt, andviði pístuveislu á dómínós í heimsendingu :-)
etta lagi Sverrir belginn