Rakel bloggar

 

Sunnudagur

Dagurinn í dag var sannkallaður innidagur. Við ætluðum að drífa okkur út seinnipartinn en þá byrjaði að rigna eldi og brennisteini, þannig að þegar Igga og Sverrir hringdu og boðuðu komu sína þá frestuðum við pollagöllunum með glöðu geði!

Aron fékk far upp í Egilshöll þar sem skólinn hans komst í úrslitaleik á móti Foldaskóla í Grunnskólakeppninni......sem þeir töpuðu því miður 1-0! Yell

Þrándur kom af veiðunum með nokkrar rjúpur í farteskinu......þarf að safna í áramótamatinn!

Saman borðuðum við svo kjötsúpu í kvöldmatnum - ekki amalegur sunnudagamatur það!

Vinnuvikan framundan og samræmd próf hjá þeim elsta sem og bekknum sem ég er að kenna! Wink


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
15.10.2006 23:24:12
Ég hefði sko verið til í að hafa daginn innidag en eins og þú hefur seinnilega lesið hjá mér komst ég ekki upp með það
etta lagi Særún belginn