Rakel bloggar

 

Búðarrölt, veiðar og fótbolti

Fór í góðan Kópavogsrúnt í dag. Þrándur var á gæsaveiðum og Aron að keppa í skólamótinu í fótbolta svo eftir að við hin höfðum fylgst með fyrsta leiknum á mótinu fórum við í Gullsmárann til tengdamömmu í kaffi. Sölvi og Elmar urðu eftir þar á meðan ég þræddi allar búðirnar í hverfinu sem auglýstu ekki íþróttaálfinn, Jónsa, trúða eða andlitsmálun.

Míra, Habitat, Tekk húsið og Egg eru allar nálægt hver annarri og ég naut þess að labba þar um án þess að vera að leita að einhverju sérstöku....og það án barna!

Svo fór ég á endanum í Rúmfatalagerinn og verslaði einhvern bráðnauðynlegan óþarfa eins og venjulega!

Elmar og Sölvi náðu á meðan að innbyrða: Pringles, popp, klaka, ísblóm, snúða og bland í poka.....heppnir!

Aron og félagar í Fossvogsskóla voru lika heppnir á mótinu og unnu alla leikina í dag sem þýðir að þeir mega mæta í úrslit á morgun!

Þrándur var líka heppinn á gæsaveiðum og náði í tveggja stafa tölu.....sem gerist ekki oft! Laughing Sonum mínum finnst nú ekki verra að telja þurfi á báðum höndum þar sem bráðinni er yfirleitt deilt niður á veiðifélagana og þeir eru fljótir að reikna út hvað kemur í "okkar" hlut!

Svo er fyrsti í rjúpu á morgun.......... Wink


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
15.10.2006 01:39:29
Hæ frænka mér sýnist allir í fjölskyldunni hafa verið heppnir í dag, gaman að því
etta lagi Særún belginn