Rakel bloggar

 

Afmælisskórnir

Skókaup eru eitt það leiðinlegasta sem ég tek mér fyrir hendur með börnunum mínum. Ég gat samt ekki skorast undan einni slíkri ferð lengur, þar sem tærnar á Sölva voru farnar að gægjast út úr skónum sem við keyptum í lok ágúst!

Ég var á leið í Hagkaup og við Sölvi og Elmar smelltum okkur í skódeildina til að athuga hvort þar væri eitthvað bitastætt. Mér fannst það ekki.....en drengirnir fundu báðir eitthvað við sitt hæfi! Sölvi fann strigaskó, eftirlíkingu af Vans í felulitunum og Elmar skó með íþróttaáldinum utaná! Vonlaus kaup sagði ég við sjálfa mig.......og borgaði bæði pörin!

Nú er að vita hvort þessir duga bara ekki lengur en hin pörin þeirra......

Fórum beint úr búðinni í afmæli til Benna, hann varð 8 ára 2. október, kökur og kræsingar. Drengirnir voru þá allavega ekki í götóttum skóm í veislunni!!!! Wink


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
10.10.2006 22:05:37
Er þetta ættgengt að þykja leiðinlegt að kaupa skó? Það er nú reyndar svo langt síðan ég keypti skó á nokkurn annan en sjálfa mig að ég man varla hvernig það var. En verst af öllu er að kaupa skó á sjálfa mig - það myndi ég aldrei gera ef ég neyddist ekki til þess!
etta lagi JH belginn