Rakel bloggar

 

Úlfatími

Ég hef áður bloggað um tímann frá því maður kemur heim úr vinnunni og þangað til börnin fara að sofa......tímann sem einhverstaðar var kallaður úlfatími!

Það gengur oft mikið á, heimalærdómur, út að leika, elda matinn, borða, ganga frá, baða, hátta, lesa.......! Ef maður er ekki mjög skipulagður getur vinnudagurinn lengst fram til hálf tíu á kvöldin áður en maður veit af.

Las í dag viðtal við þekkta bissneskonu hér í bæ sem vinnur mikið utan heimilis. Hún kemur ekki heim fyrr en klukkan 7 á kvöldin. Um miðjan daginn hefur hún þó farið til einkaþjálfarans síns sem hún er búin að vera hjá í mörg ár.

Hún á eitt barn sem er tíu ára en er svo heppin að vera með háskólapar á heimilinu sem sér um heimanám barnsins sem og eldamennskuna.

Fjölskyldan notar svo kvöldin til að spila og gera eitthvað skemmtilegt....

Reynum svo að halda því fram að peningar geti ekki veitt smá hamingju!


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
06.10.2006 08:37:44
Ég las þetta viðtal og þetta hljómar allt vel og er kannski alveg satt, það er hægt að gera ýmislegt ef maður bókstaflega veður í peningum. Hins vegar er ég oft tortryggin á viðtöl við konur sem lýsa því hvað þær eru ofboðslega duglegar - eru í fullri vinnu, námi, félagsstörfum og hugsa um sex manna heimili. Ég trúi þeim ekki, þær gera þetta ekki allt a.m.k. ekki svo í lagi sé, það er bara ekki hægt. Þú gætir örugglega látið skrifa flott viðtal við þig um hvað þú og guttarnir þínir hafið það rosalega skemmtilegt saman!
Þetta lagði JH í belginn
06.10.2006 21:06:52
Eflaust er það satt!! Enda má stundum lesa um það á þessum síðum.......
Þetta lagði Rakel Guðmundsdóttir í belginn