Rakel bloggar

 

Göngugarpar

Nokkrar öflugar ungar konur eru í stjórn starfsmannafélagsins hjá okkur í skólanum núna í vetur. Þær ákváðu að auglýsa kvöldgöngu fyrir þá sem áhuga hefðu og ég skellti mér!

Við hittumst við Rauða ljónið vestur í bæ og löbbuðum svo klukkutíma hring um hverfið í yndislegu veðri. Á eftir var meiningin að setjast og fá sér drykk saman, en eitthvað fannst okkur hverfispöbbinn of lúinn, svo við keyrðum niður í Skeifu á kaffihús þar. Sátum reyndar frekar stutt þar sem flest öll sætin höfðu verið tekin frá klukkan 10!!

Mætingin var kannski ekki eins góð og við vonuðumst til en ég er ákveðin í að taka þátt í þessu í vetur ef það verður framhald á!

Hressandi!


Leggja orū Ū belg
Enginn hefur lagt orū Ū belg!