Rakel bloggar

 

Rigning - hvaš er nś žaš?

Það hlaut náttúrulega að fara að rigna! Við erum nefnilega með mann á okkar snærum sem er að gera við húsið okkar að utan. Verkefnið dróst fram til haustsins og núna krossum við fingur fyrir hvern áfanga í verkinu. Nú þegar höfum við þó frestað stærsta hlutanum til vorsins, en svalirnar líta mun betur út núna en í sumar. Svo ætlum við að skipta um tréverkið sem var orðið undið og fúið. Þetta þarf að klárast fyrir frost..

Þrándur tæmdi gáminn góða í gærkvöldi.....hann hefur nú hýst draslið úr bílskúrnum í nær mánuð.

Svo ef þið eruð búin að lesa Draumalandið og allt það nýjasta, þá býð ég upp á Frank og Jóa (eiga vin sem heitir Siddi og er feitlaginn mathákur), Nancý (sem burstaði alltaf hárið þangað til það glansaði), léttar ástarsögur ( þar sem fallegu mennirnir eru allir með arnarnef ...eitt af því sem við Edith skildum aldrei)....og svo allt þar á milli. Þrándur á líka sitthvað úr sínu safni, íþróttabækur þar sem Ásgeir Sigurvins og félagar leika aðalhlutverk...sem leikmenn og fleira og fleira.

Gaman að þessu..!! Laughing


Leggja orš ķ belg
Enginn hefur lagt orš ķ belg!