Rakel bloggar

 

Söguleg helgi...stíflan og herinn...

Það er einhvernveginn allt að gerast!

Kárahnjúkavirkjun að verða að veruleika og umfjöllunin meiri en nokkurntíma! Nú eigum "við" risastórt manngert virki þarna fyrir austan og allir sem unnu við að búa það til geta loksins farið heim til sín.......

Brottflutningur hersins hefur næstum fallið í skuggann af Hálsalónsumræðunni....

Gleðidagur fyrir marga sem hefði reyndar mátt koma miklu fyrr og bera að með öðrum hætti. En þetta er söguleg stund sem vert er að halda upp á, við erum herlaust land og það er sérstaða landsins eins og er......

Við hjónin förguðum ýmsum sögulegum hlutum um helgina. Höfum staðið því  að taka til í bílskúrnum undanfarið, búin að mála í hólf og gólf og núna á að grisja vel áður en raðað verður inn á ný.

Gamlar hillur,skrifborð, föt og kasettur  fengu að fjúka, hélt þó eftir þeim kasettum sem við Edith sungum inná forðum enda getum við alltaf hlegið að þeim!!! Henti þó kasettunum sem ég tók Júróvisjon upp með því að stilla tækinu upp fyrir framan sjónvarpið. Fjölskyldan sat í heljargreipum og mátti hvorki hnerra né hósta á meðan!!

Rakst líka á gömlu dagbækurnar mínar. Fannst á sínum tíma ekki mikið til þeirra koma enda lítið gerast! Óborganleg lesning fyrir mig í dag! Opnaði eina þeirra á tveimur stöðum. Einn daginn hafði ég horf á Júróvisjon heima hjá Edith, þar sem þýsk stelpa vann með lagi um frið. Hinn daginn var ég stödd með fjölskyldunni í Reykjavík. Við mamma höfðum skroppið í bæinn og hún keypt gallajakka á strákana (Sverri og Friðgeir) Þeir kostuðu 49 krónur.

Eitthvað svo sögulegt......


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
01.10.2006 23:47:51
Vá þetta er náttúrlega bara snilld. Og ég skil þig með spólurnar. Aui (og Edith) skildi ekkert í mér í sumar þegar ég einmitt henti júróvisjon spólunum mínum. En það var ekki alveg sársaukalaust en ég VAR búin að gleyma þeim. Dagbókum má aldrei henda.
Þetta lagði Særún í belginn
02.10.2006 09:23:13
Eitthvað rámar mig í þessa upptökutækni. Held að bæði síminn og dyrabjallan hafi alltaf þagað meðan á þessu stóð, enda allir heima hjá sér að horfa og enginn vogaði sér að hringja rétt á meðan.
Þetta lagði JH í belginn