Rakel bloggar

 

vistarfi

Eftir brösugan dag í ævistarfinu þá skellti ég mér í leikfimi svona til tilbreytingar! Eins og á sama tíma í fyrrahaust er ég að gera mér grein fyrir því að líklega fúnkerar maður ekkert eðlilega í ævistarfinu nema hreyfa sig hressilega...og þá meina ég eitthvað annað en sussfingurinn!

Þegar við Elmar komum heim var veðrið svo yndislegt að við fórum í góðan göngutúr í Fossvoginum. Þar eigum við orðið vísa staði til að stoppa á og þegar maður er þriggja og hálfs árs er engin leið að sleppa úr stöð! Það þarf að setjast á þennan bekk, taka æfingar á tækjunum, róla sér á skólalóðinni og núna í haust að tína rifsber á einskismannslandinu. Við dóluðum okkur í gegnum þetta í sólinni og það vantaði ekkert nema undirleikinn við lagið It's a wonderful world!! Cool

Víst ég gat rölt þetta með Elmari í dag hefði mig nú ekki munað um að ganga með Ómari í kvöld...var bara eitthvað svo asskoti lúin.....það er ævistarfið! Laughing


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
27.09.2006 10:54:16
j a er gott a rlta ga verinu. Nenni ekki a fara skipulaga leikfimi. Gekk me soninn kerru r Nauthlsvk og vestur fyrir flugvll blunni gr, golan var kld mti en slin bara ansi heit baki leiinni til baka. Frbrt a f svona sumarauka, og einmitt gott a vera "fri" til a njta hans.
etta lagi Unnur belginn
28.09.2006 00:15:12
j, Unnur svo er bara a koma strax me anna... lengist "fri"!!
etta lagi Rakel Gumundsdttir belginn
29.09.2006 23:19:47
Hljmar yndislega :) Rosalega hefur veri huggulegt hj ykkur!
etta lagi Sigurrs belginn