Rakel bloggar

 

Helgin strax að baki!

Ég hef áður sagt að vikurnar væru fljótar að líða og það eru helgarnar sömuleiðis!

Mamma og pabbi komu á föstudagskvöldið og gistu hjá okkur í tvær nætur. Það er nú frekar mikill skottúr þegar marga þarf að hitta og örugglega einhverjir sem móðgast yfir því að vera aldrei heimsóttir! Ég fer nú að öllu jöfnu lítið í heimsóknir, en þó helst þegar þau koma suður, því þeim er ekki vel við borgarumferðina svo ég skutla þeim og treð mér með í vitjanirnar!

Núna fórum við á Kópavogsbrautina til ömmu og afa, en þar hittir maður líka alltaf einhverja ættingja enda oft "fundarstaður" fjölskyldunnar um helgar. Í dag fórum við svo til Sverris og Iggu í "brunch". Um leið losaði ég mig við barnarúmið okkar sem Elmar hætti að nota um síðustu páska. Það er búið að smá fyllast af fötum og dóti síðan.....ég þurfti nefnilega að bíða aðeins eftir því að von yrði á nýju barni þar á bæ! Nú styttist smátt og smátt í það, svo Brynhildur fer í rúmið og litli gaurinn sem á að fæðast í febrúar fær hennar rúm!

Núna er ég svo að vinna í því að ganga frá stökum sokkum og óviðgerðum fötum sem lágu í rúminu...(og sem í millitíðinni eru orðin of lítil)........úffffff!

Að lokum......Ibó vinur mömmu og pabba er að gera við húsið okkar að utan! Vonandi tekst honum að klára það fyrir veturinn svo það verði ekki áfram ljótasta húsið í götunni!!! Smile


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
26.09.2006 08:15:54
Ég fékk góða heimsókn í vor svo ég er ekkert móðguð núna!
Bestu kveðjur.
etta lagi JH belginn