Rakel bloggar

 

Helgarfrí í nánd!

Þær eru ekkert lengi að líða vikurnar..og núna er aftur að koma helgi. Það var svo sem ekkert sérstakt framundan hjá mér en þá fékk ég þær óvæntu fréttir að mamma og pabbi væru að koma í bæinn á morgun. Við getum þá fagnað 39 ára sameiginlegu brúðkaups- og skírnarafmæli!!

Þrándur verður hins vegar fjarri góðu gamni - enda veiðitímabilið í fullum gangi. Stefnan verður tekin á heimahagana.....eða akrana!

Þrándur er búinn að vera duglegur að mála bílskúrinn þessa viku, veggirnir tilbúnir og ein umferð komin á gólfið. Í lok næstu viku verður svo komið að því að sortera og henda áður en raðað verður inn á ný! ÚFFFFF

Hvernig annars með þá sem eru í fæðingarorlofi.....eru þeir ekkert að blogga??


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
22.09.2006 08:21:32
Er það ekki eins með þá og eftirlaunafólkið sem hefur svo mikið að gera að það má ekki vera að neinu!
Bið að heilsa foreldrum þínum.
etta lagi JH belginn
24.09.2006 10:17:32
Haha...það kæmu örugglega mjög skemmtilegar færslur frá manni. Allt milli himins og jarðar um brjóstagjöf og kúkableyjur....:)
etta lagi Helga Steinþ... belginn