Rakel bloggar

 

Hauststƶrfin

Aron og Sölvi fengu að upplifa réttir í fyrsta skiptið á ævinni núna um helgina. Sverri og Iggu fannst ekki nóg að vera á ferðalagi með sín 3 svo þau buðu bræðrunum með!

Þó tengdamóðir mín skilji ekki hvað fólk sé að sækja í það að fara í réttir, þá finnst mér þetta eitt af því sem fylgir þjóðararfinum og forréttindi að fá að taka þátt í. Þó man ég harmavein kindanna enn frá því ég var lítil.

Þeir komu glaðir og sáttir heim, Sölvi með lítið lambshorn sem eitt lambið hafði misst og báðir með sögur af upplifelsinu í farteskinu.

Annað sem fylgir haustinu eru haustfundir í skólum. Sjálf var ég með mína kynningu á vetrarstarfinu í síðustu viku og í kvöld var ég á kynningu hjá Aroni sem er í 7. bekk.

Allir kennarar og foreldrar vita hvað er pinlegast á þessum haustfundum.....nefnilega þegar kjósa á bekkjarfulltrúa og enginn "vill verann!

Þetta er ástæðan fyrir því að ég er nú bekkjarfulltrúi bæði hjá Sölva og Aroni!!!!!!Undecided


Leggja orš ķ belg
2 hafa lagt orš ķ belg
18.09.2006 22:10:17
AuĆ°vitaĆ° skorast kennarinn ekki undan Ć¾egar Ć­ Ć³efni er komiĆ° og enginn fƦst!
Žetta lagši JH ķ belginn
19.09.2006 09:50:02
Hehe, samviskan er svo asskoti sterk Ć­ Ʀttinni, hef sjĆ”lf oftar en ekki lent Ć­ Ć¾essu hlutverki :)
Žetta lagši BryndĆ­s ķ belginn