Rakel bloggar

 

Allt að gerast!

Ég skellti mér í bústað með ungu vinkonum mínum í skólanum á föstudaginn.  Cool Ein okkar hefur aðgang að litlum sætum bústað í nágrenni Hellu og við fórum eftir vinnu á föstudag.

Þetta var nú kannski ekki heppilegasta helgin til að sletta úr klaufunum úti í sveit því kvöldið áður tókum við á leigu gám í þeim tilgangi að tæma bílskúrinn sem á að fara að mála og taka til í. Svo átti náttúrulega eftir að baka og bjóða í afmælið!!

Ég sendi sms úr sveitinni til þeirra sem eru í skránni minni og bauð til veislunnar.

Klukkan tíu á föstudagskvöld fékk ég sms frá Þrándi þar sem hann sagði mér að hann og Elmar væru búnir að tæma skúrinn!!!!

Um hádegið daginn eftir fékk ég svo annað sms þar sem hann sagði mér að hann væri byrjaður að baka!

Segið svo ekki að tæknin auðveldi manni lífið! Og sennilega var þetta bara rétt helgi til að fara út í sveit!!

Allavega komu milli 30 og 40 í kaffi til okkar í dag, ungir og gamlir og það var nóg til fyrir alla!Wink


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
29.09.2006 23:21:53
Það var nú þrælgaman hjá okkur í sveitinni og gott að þú komst :)
etta lagi Sigurrós belginn