Rakel bloggar

 

Karl eša kona - skiptir žaš mįli?

Fyrirsögnin er heitið á lokaritgerðinni sem við Guðrún vinkona mín skrifuðum á sínum tíma í KHÍ. Niðurstöður lítillar athugunar okkar leiddi í stuttu máli í ljós að kynið skipti ekki máli fyrir nemendur - persóna hvers og eins væri málið.

Eftir fyrri þemadaginn okkar í Öskjuhlíðinni fórum við stöllurnar sem kennum 4. bekk að efast um að þetta væri með öllu rétt. Við dömurnar fórum vandlega yfir allar umgengisreglur við náttúruna áður en við fórum í vettvangsferð í grenndarskóginn okkar, þar sem við ætluðum að skoða og fræðast um tré.

Meira að segja vorum við með skoplegar myndir á glæru sem sýndu hvernig maður á, eða á ekki að hegða sér þegar gengið er um skóg sambærilegan þessum.

Ein okkar var svo heppin að vera með smíðakennarann okkar (karlkyns) sem aðstoðarmann í ferðinni. Hann er fróður um tré og sérlega fróður um skóginn okkar.

Í ljósi varnaðarorðanna fyrir ferðalagið var svo hlaupið upp til að stöðva þá sem greinilega höfðu ekki hlustað eða tekið nógu vel eftir og voru komnir hálfa leið með að klifra upp í efstu trjátoppana í hita leiksins í Öskjuhlíðinni!

Smíðakennarinn (karlkyns) stóð hins vegar fyrir neðan tréð og sagði "flott hjá þér, kemstu ekki hærra"!!

Karl eða kona - skiptir það máli?


Leggja orš ķ belg
1 hefur lagt orš ķ belg
06.09.2006 09:47:43
Hvaš er ein trjįgrein eša toppur į milli vina? Žaš hlżtur aš standa einhvers stašar ķ nįmsskį aš hver nemandi eigi aš fį aš njóta hęfileika sinna og skólinn eigi aš vinna aš žvķ aš rękta žį. Heitir žaš ekki "einstaklingsmišaš nįm" nś til dags? Smķšakennarinn er greinilega į réttri leiš. Svo halda trén bara įfram aš vaxa žegar žiš eruš farin heim.
Kvešja,
Nķna
Žetta lagši JH ķ belginn