Rakel bloggar

 

Grenivķkurferš

Við skruppum í heimsókn til Grenivíkur í gær. Þar eiga þau Sverrir og Ragnheiður, sem eru foreldrar tveggja stráka úr Víkingsliðinu, íbúð sem er svo sannarlega griðastaður á hvaða árstíma sem er. Í gær var staðurinn líkastur paradís. Snjór var yfir öllu en hið ágætasta veður. Snjósleðum var lagt bakdyramegin við húsið og svo var bara brunað af stað með liðið, þar með talið okkur fjölskylduna! Ferðinni var heitið rétt út fyrir bæinn þar sem keyrt var fram og til baka á sleðunum, við dregin um á þotum, brunað var með okkur aftan á, við mikla kátínu allra! Á eftir var boðið upp á veisluborð hjá þeim hjónum, en Ragnheiður og yngsti drengurinn í hópnum, hann Hrannar, voru heima á meðan á fjörinu stóð. Drengirnir fóru svo aftur út og hömuðust við snjógangagerð í tvo klukkutíma áður en heim var farið. Svo sannarlega paradís á Íslandi þarna á Grenivík. Nú eigum við bara eftir að sjá staðinn í sumarbúningi - en hvaða staður á landinu er nú ekki fallegur þá!!!

Leggja orš ķ belg
1 hefur lagt orš ķ belg
16.04.2006 22:22:59
Vį en sś paradķs žetta hefur nś ekki veriš leišinlegt. Hafiš žaš gott ķ snjónum ég er farin ķ sólina;)
Žetta lagši Sęrśn ķ belginn