Rakel bloggar

 

.......hm...veðrið.....

Laughing Útivistardagar framundan í skólanum hjá mér og auðvitað er farið að rigna! Hvað er nú skemmtilegra en að fræðast um tré í rigningu.

Það má nú kannski segja að ekkert ilmar betra en birki sem nýlega hefur rignt á!

Ekki var rigningunni fyrir að fara í Þorlákshöfn um helgina þegar ég og drengirnir skelltum okkur til Rebekku í berjamó. Þar er heldur ekki langt að fara út í móann því við tíndum berin rétt fyrir utan lóðamörkin h´já henni, svo stutt var að fara heim í nýlagað kaffi og vöfflur!

Ekki amalegt það!

Spurning hvort Bergljót í mötuneytinu verður búin að baka þegar við komum inn á útivistardögunum..... Surprised


Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!