Rakel bloggar

 

Brrrrr!

Eins og það var nú yndislegt veður seinnipartinn þá beit kuldaboli hressilega í okkur þegar við fórum í gönguferð í morgun upp í Öskjuhlíð!!

Eftir að hafa byrjað á að kenna 4. bekkingunum mínum bóklega náttúrufræði fannst mér ég verða að fara út undir bert loft og kanna hvort við fyndum ekki einhverjar plöntur til að skoða í nágrenni skólans.

Það er alls ekkert auðvelt að ætla sér að kenna fjörugum hópi krakka á þessum aldri, úti í náttúrunni þar sem víðáttan gleypir hvert orð! Enda svo sem ekki markmið mitt að fara að halda enn einn fyrirlesturinn þarna í Öskjuhlíðinni!

Börnin skoppuðu um í dágóða stund og fundu sýnishornin sín - auk þess sem einn fann brúnt egg inn á milli trjánna! Ég gat ekki betur séð en að það væru venjulegt hænuegg en hvernig það komst upp í Öskjuhlíð gat ekkert okkar útskýrt!

Skólinn okkar er ótrúlega vel staðsettur varðandi það hve stutt er út í móa...þó að hann sé eiginlega byggður á umferðareyju! Frábært að geta labbað með nemendur út þegar hentar!

Og í lokin það merkilega.....sama hversu snemma skólinn byrjar - alltaf verður kalt nokkrum dögum seinna!!!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
29.08.2006 22:51:26
þetta er örugglega páskaegg... er ekki allt fullt af kanínum þarna líka ??
etta lagi Kristín Ármanns belginn
29.08.2006 23:01:45
Þetta er klárlega háðdfuglsegg. Varptími þess fugls er í kringum höfuðdaginn,
etta lagi GHF belginn
30.08.2006 20:13:54
Einhver giskaði á að svangur róni hefði verið á ferð!
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn