Rakel bloggar

 

Enn um þankagang barna...

Við Sölvi vorum að spjalla saman í dag um heima og geima og hann fór að segja mér að bróðir vinar síns væri kominn með kærustu. Bróðirinn er 16 ára gamall og ég sagði í gríni að hann væri nú fullungur...en sagði honum samt að pabbi hans hefði nú bara verið 18 þegar við kynntumst.

Surprised Hann varð ein augu og spurði svo hvernig maður færi eiginlega að því að eignast kærustu. Ég brá fyrir mig kennarahæfileikunum og útskýrði að maður hitti einhvern sem manni þætti sætur og skemmtilegur og svo væri þetta bara eins og að eiga góðan vin, nema þetta væru strákur og stelpa!

Surprised Já, sagði sá stutti, og ef það eru tveir strákar þá kallast það hommar!

Eggið kenndi sem sagt hænunni........


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
27.08.2006 17:45:49
He he he
Þetta fannst okkur í Þorlákshöfn fyndið!
etta lagi Rebekka belginn
28.08.2006 10:34:47
:D og líka okkur í Mosó
etta lagi Bryndís belginn