Rakel bloggar

 

Skokk og fleira..

Það var nú ekki alveg eins og ég sá fyrir mér, þetta Latabæjarmaraþon sem var í fyrsta skiptið í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið!! Í fréttum kom fram að 4000 börn hefðu verið skráð í hlaupið - en um 15000 manns hefðu svo mætt á staðinn, enda máttu foreldrar hlaupa með, frítt!

Þarna voru mættir foreldrar með ómálga börn í kerrum, ömmur á háum hælum og síðum kápum, afar með þríburavagna og .....þar fram eftir götunum!

Enda fór svo að hann Sölvi minn sem er að verða sjö ára og vildi spretta úr spori, týndist í mannfjöldanum og tapaði það mikið áttum að hann fann enga leið út!

Það fór svo að gæslulið miðborgarinnar fann hann og fór með hann í tjaldið sem var sérstaklega ætlað fyrir týnd börn.

Og eftir að hafa eytt rúmum klukkutíma í að "hlaupa" þennan 1,5 kílómetra sem Latabæjarmaraþonið var, þá gat ég gengið að honum vísum..... honum sem hraðar fór yfir!!!

Vona svo sannarlega að það verði sett aldurstakmark í þetta hlaup næst - ef það verður næst!

Við Rebekka sem hlupum saman 3 kílómetra stefnum á 10 næst!!!


Leggja orš ķ belg
Enginn hefur lagt orš ķ belg!