Rakel bloggar

 

Kominn á Vesturdeild...

Elmar var spenntur að mæta á leikskólann í dag. Ástæðan var held ég að megninu til sú að hann átti að byrja á eldri deildinni á Garðaborg. Hann var fljótur að fara á fætur og endurtók í sífellu að nú ætti hann að mæta "beint á Vesturdeildina" því allir litlu krakkarnir væru á Austurdeildinni.

Það eru nokkrir kennarar í sumarfríi ennþá auk þess sem fleiri börn eru á hvern starfsmann. Hópurinn lét eins og hvolpastóð á meðan minn maður settist í hringinn og beið kurteislega eftir því að vera boðið að "velja". Ég horfði á full aðdáunar, þar sem ég veit að til þess að Elmar Logi sé rólegur þurfa einhverjir aðrir að vera með ólæti og hávaða á meðan!!

Ég veit ekki hvort þetta virkar alltaf svona vel eða hvort hann var einfaldlega að sía inn í sig hugmyndirnar umhvernig maður hegðar sér á eldri deildinni það kemur í ljós!

Í lokin dettur mér í hug sagan af því þegar Aron Elís var lítill og var að segja ömmu sinni frá því að hann væri að fara á "Vesturdeild". Eitthvað hefur framburðurinn verið óskýr því amman horfði á mig skelfingu lostin og spurði hvort þetta væri virkilega skipt svona eftir hegðun nú til dags!


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
15.08.2006 21:06:22
ÆÆÆÆÆÆÆ mikið hafa menn þroskast í fríinu....trúum því að þessi fína hegðun sé komin til að vera. Hlakka til að hitta þennan prúða dreng.
Kveðja, Rebekka Guðmóðir
etta lagi Rebekka belginn