Rakel bloggar

 

"Fríbú"

Jæja þá erum við komin aftur til Reykjavíkur eftir hina árlegu dvöl okkar í Lóninu. Áttum þar sæludaga að venju og erum ekki illa haldin eftir þvílíkt dekur í mat og drykk! Ágætis tilbreyting að borða hakk og spagettí í kvöld og drekka vatn með!

Nú fer haustáætlunin að skella á, Elmar byrjar í leikskólanum á morgun og á þriðjudaginn byrjum við hjónin að vinna aftur. Eldri bræðurnir byrja svo viku seinna og þá er allt komið á full swing með tilheyrandi stressi - að þurfa að vera mættur á vissum tíma á ákveðinn stað!

Svona er nú lífið en sjálfsagt kynni maður ekki að meta fríið ef það væri ekki hvíld frá einhverju gagnstæðu! Þá er bara að gíra sig inn á næsta hring.....


Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!