Rakel bloggar

 

Sundferð í snjókomu

Já, það er bara hressandi að synda í snjókomu! Ef það væri sundlaug í göngufæri að heiman er ég viss um að við færum oftar í sund. Sundlaug er það eina sem mætti setja í Fossvoginn. Fínn staður við hliðina á Víkinni - svona alhliða íþróttasvæði!! Þá myndi skólinn losna við að senda alla nemendur í rútu í sund...og við fjölskyldan gætum labbað í laugina á heitum sumardögum! Svo er aldrei að vita nema maður færi að taka sundsprett í snjókomu, eins og við gerðum í dag hér á Húsavík!

Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
12.04.2006 00:10:12
Blessuð og gaman að hitta þig í bloggheimum. Já ég er svo sannarlega sammála þér, vil gjarnan fá sundlaug í Fossvoginn. Það væri mjög flott að fá hana við Víkina. Annars verður önnur sundlaug notuð á næstunni og þar er ekki snjór heldur allt að 40° og sól. Ekki slæmt það en það eru líka aðeins meira en nokkrir kílómetrar á milli. Svona er þetta nú allt saman. Gleðilega páska til allra í fjölskyldunni og borðaðu vel af eggjunum góðu.
etta lagi Særún belginn