Rakel bloggar

 

framabraut

Ég var að fletta Mogganum í dag og rakst á grein undir fyrirsögninni "Andhernaður og alþjóðavæðing". Þar sem ég vinn í umönnunargeiranum gat fyrirsögn í blaði ekki verið meira óspennandi fyrir mig.

En greininni fylgdi mynd af ungri stúlku, sem fékk mig til að lesa millifyrirsagnirnar líka. Stúlkan á myndinni hefur búið í Japan í 8 ár og var að verja doktorsverkefnið sitt við háskóla í Tókíó.

Hún segir frá því að hún hafi upphaflega lært alþjóðaviðskipti með áherslu á Austur Asíu, í skóla í Kaupmannahöfn, en áður hafi hún þurft að læra japönsku í eitt ár. Stúlkan fór til Japans, í nám á nám ofan, fékk flotta styrki og hefur örugglega haf nóg að gera. Að lokum mátti hún titla sig "sérfræðing í málefnum Japans". Lokaritgerðirnar sínar skrifaði hún að sjálfsögðu á japönsku...!

En auk alls þessa, sem fyrir mér sýnist vera heilt æviverk ef marka má greinina, vann hún sem fréttaritari í Japan á vegum RÚV í fjögur ár og fyrir danska ríkisútvarpið í eitt ár. Svo hefur hún líka verið að þýða "úr ýmsum málum", bæði kvikmyndir og greinar auk þess sem hún hefur unnið sem túlkur. Hún hefur líka flutt fyrirlestra um Ísland og Norðurlöndin við japanska háskóla.

Ekki er allt talið, hún er nefnilega líka flink að teikna og hefur myndskreytt íslenskar og danskar kennlubækur.

Það kemur nú reyndar ekki fram í greininni hvort hún á fjölskyldu - en það er nógur tími fyrir hana því hún er bara 33 ára!!!

Lifi ég einföldu lífi - eða hvað!!! Surprised


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
26.07.2006 14:50:24
Heheheh....maur verur n bara orlsaus egar maur les essa lsingu..sem er lka bara samantekt, ea hva? etta verur einmitt til ess a maur fattar sitt einfalda lf. g kemst ekki a v a vinna lti verkefni fyrir knattspyrnuflagi hr b, sem g tk a mr, af v a g hreinlega NENNI V EKKI!!!?
etta lagi Rebekka belginn