Rakel bloggar

 

Ferðalag

Við fjölskyldan fórum í ferðalag um helgina. Reyndar ekki öll á sama stað, þar sem Þrándur fór með veiðifélögum sínum austur á hérað að veiða hreindýr. Ég og drengirnir þáðum hins vegar boð Gunnsteins frænda míns og Berglindar konu hans um að fagna með þeim þrítugsafmæli Berglindar og um leið að kveðja þau því þau eru að flytja til Danmerkur.

Veislan var haldin á Búðarhóli í Landeyjum, en þar búa foreldrar Berglindar. Ég var nú ekki viss um að ég treysti mér að fara ein með mína ljúfu drengi, enda þurfti ég einhvernveginn að útvega mér gistingu eða keyra heim eftir veisluna. Svo æxlaðist það nú þannig að Magga vinkona mín gat lánað mér tjaldvagn, þannig að ég ákvað að missa ekki af þessu fjöri!

Við lögðum af stað fyrir þrjú á föstudaginn og vorum fyrstu gestirnir í veisluna! Ég gat aðstoðað við að blása í blöðrur og skreyta veislutjald úti á túni. Þetta var útrúlega vel heppnað, allir mættu í þemalitum kvöldsins, sem voru hvítur og rauður og skemmtilegt að líta yfir hópinn. Börn og fullorðnir skemmtu sér hið besta, dansað var við undirleik lítillar hljómsveitar og sungið og spjallað fram eftir nóttu.

Á laugardaginn keyðum við svo niður að ströndinni við Bakkaflugvöll. Mjög skemmtilegt að sjá hvað er stutt til Vestmannaeyja frá þessum stað! Svo var tjaldvagninum smellt saman og brunað í bæinn á löglegum hraða!

Nú getur maður farið að láta sig langa í tjaldvagn.......auðvitað miklu betra en tjald!


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
24.07.2006 10:45:40
fáðu þér bara tjaldvagn
etta lagi Margrét Sverrisdóttir belginn
24.07.2006 22:18:11
Yngri sonunum finnst við reyndar eiga tjaldvagn....bara ekki með hjólum!
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn