Rakel bloggar

 

Loksins!

Laughing Loksins fór sólin að skína í Reykjavík! Frábært að vakna og sjá í bláan himininn.....þó að ég færi nú aðeins uppí aftur eftir að hafa smurt nesti og komið Aroni og Sölva af stað í knattspyrnuskólann!!

Svo fengum við Elmar okkur morgunmat úti á palli og vorum þar meira og minna þar til seinnipartinn - þá fór Elmar í hjólatúr og ég labbaði með.

Olga og Alexandra komu svo í mat í kvöld. Það eru svo sem ekkert rólegheita matartímar hér á bæ, allir þrír þurftu að leika listir sínar fyrir frænkurnar frá Svíþjóð! Svona er þetta bara Undecided!

Ég held að sólarvörnin okkar sé útrunnin - ætli taki því að kaupa nýja? Yell


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
20.07.2006 11:36:56
Já, einmitt sólin kom um leið og ég mætti í vinnuna aftur eftir 3ja vikna sumarfrí. Það er spáð góðu fram yfir helgi en þá fer ég aftur í frí um leið og það byrjar að rigna aftur.... hrmmmmppfffff ;)
Þetta lagði Bryndís í belginn
20.07.2006 22:19:53
Hvað ertu að spá að vera ekki kennari ennþá........!!
Þetta lagði Rakel Guðmundsdóttir í belginn
21.07.2006 09:00:11
Bara bull og vitleysa :)
Þetta lagði Bryndís í belginn
22.07.2006 00:23:50
Það er aldrei að vita nema sólin eigi eftir að skína heilmikið á okkur í sumar! Fyrir tveimur árum (minnir mig) voru heitustu dagar sumarsins í byrjun ágúst - ég var einmitt í fríi þá!
Bið að heilsa Olgu.
Kveðja,
Nína
Þetta lagði JH í belginn