Rakel bloggar

 

Húsdýragarðurinn og hjólaferð

Við Elmar hittum Olgu, Sigrúnu, börnin þeirra ásamt ömmu Þuru í Húsdýragarðinum í dag. Elmar fílaði sig í tætlur á traktornum og við fiskabúrin og selirnir gripu athygli hans líka alla. Sölvi nennti ekki með þar sem hann sagðist búinn að sjá allt í þessum garði! Aron var að undirbúa sig fyrir leik sem við fórum svo að horfa á eftir að við komum heim úr garðinum. Þar unnu þeir Fylki 3-0.

Núna í kvöld fór ég svo í "hjólaferð" með Möggu og Snædísi. Við hjóluðum í frábæru veðri niður á kaffi Nauthól þar sem við settumst niður og spjölluðum um heima og geima. Við sátum reyndar inni í þetta skiptið því við höfum reynslu frá því í fyrra að það getur sannarlega slegið að manni að sitja úti um kvöld þó að veðrið sé gott. Reyndar var ekkert allt of heitt inni þar sem einhverjir voru að öðlast þessa reynslu okkar frá fyrra ári nú í kvöld og voru því alltaf að opna dyrnar út. Þeir verða sjálfsagt með hornös á morgun!

Engu að síður frábær ferð!

Verð endilega að prófa að hjóla meira með Elmar aftaná, spursmál hvort maður á að leggja í Elliðaárdalinn!


Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!