Rakel bloggar

 

Eitt kerti......

Brynhildur Sverrisdóttir frænka mín á afmæli í dag! Fyrir ári síðan var ég í miðbæjarferð með Olgu föðursystur minni og við fórum upp í Hallgrímskirkjuturn. Þar fékk ég fréttirnar um að stelpan væri fædd og við horfðum yfir Landspítalann úr turninum. Ég man að það var óhemju kalt þennan dag en ég man líka að upp úr þessu fór veðrið að skána mikið. Kannski á bara eftir að rætast úr þessu fyrir haustið.

Ég fór í göngutúr í dag, með húfu og ullarvettlinga!


Leggja orš ķ belg
Enginn hefur lagt orš ķ belg!