Rakel bloggar

 

Alltaf ķ boltanum....

Mamma og pabbi eru búin að vera hér um helgina því hún Guðrún Ósk frænka var að gifta sig á laugardaginn. Heljar mikil veisla og tjúttað fram á nótt!

Við mamma fórum í góðan göngutúr um Fossvoginn, í enn betra veðri núna í morgun. Sigga frænka og Fúsi kíktu hingað í hádeginu og seinnipartinn fórum saman á fótboltaleik þar sem Aron og félagar unnu Fram 2-1. Allrasíðasti leikur fyrir Essómót enda leggja þeir af stað annað kvöld norður. Við hin förum svo á miðvikudagsmorgun í samfloti við mömmu og pabba. Rebekka frænka verður með mér í bílnum því Ómar Örn er að keppa með Ægismönnum, þó í raun sé hann 1-2 árum yngri en hinir leikmennirnir á svæðinu, seigur kall!

Það er mikill spenningur hjá yngri sonum mínum - og örugglega ekki fótboltaspenningur. Sölvi er nefnilega að fara norður til að hitta Guðmund Hafstein frænda sinn og Elmar er bara að bíða eftir því að geta sagst vera í fríi!

Núna rétt áðan fór ég svo og kíkti á nýju íbúðina hennar Særúnar frænku og bloggfélaga. Aldeilis ljómandi fín íbúð og ég veit hún verður ekki lengi að gera kósí þar eins og á gamla staðnum.

En það rignir enn........ Frown


Leggja orš ķ belg
2 hafa lagt orš ķ belg
03.07.2006 23:21:38
Takk fyrir komuna og góša ferš noršur. Hlakka til aš fį žig aftur ķ heimsókn!
Žetta lagši Sęrśn ķ belginn
10.07.2006 18:27:48
Ja hérna, viš veršum nś aš fara aš halda svona mini ęttar fótbolta sammenkomst fyrst žaš eru öll börnin ķ ęttinni aš ęfa fótbolta. Gętum hist ķ Heišmörkinni, grillaš og spilaš fótbolta :)..... verst aš allar mķnar helgar eru undirlagšar af fótbolta- og hestamótum og kannski er žaš eins hjį ykkur.
Žetta lagši Bryndķs ķ belginn