Rakel bloggar

 

Ferðalag

Við Elmar Logi fórum í ferðalag í dag. Sigurrós samkennari minn á bústað með fjölskyldu sinni í nágrenni Hellu og þangað brunuðum við ásamt Helgu (sem kennir líka með mér) og dóttur hennar, Júlíu Rósu, sem er jafnaldra Elmars.

Við keyrðum úr sólinni inn í öllu þyngra veðurfar fyrir austan. Þegar við komum á áfangastað tókum við eftir því að bíllinn hafði hitað sig meira en venjulega og ákváðum því að láta athuga vatnið á vélinni þegar við færum heim. Kunnátta okkar þriggja samanlögð dugði nefnilega ekki til þess að finna út úr því á staðnum.

Við náðum að gera heilmikið á 4 klukkutímum, fara í göngutúr, spila, hoppa á trampólíni og síðast en ekki síst - borða 3svar sinnum.....! Elmar skaphundur náði líka að sýna allar sínar "hundakúnstir" á sama klukkustundafjölda!

Á heimleiðinni stoppuðum við á bensínstöð til að fá einhvern til að athuga vatnskassann. Tveir drengir um fermingu voru á vaktinni og kom sá yngri með mér út - og vissi allavega hvar vatnskassinn var - og að nægilegt vatn væri þar sem vatn á að vera.

Við fylgdumst grannt með hitamælinum á leiðinni, hann hreyfðist upp og niður, kannski bara í takt við tónlistina úr Latabæ sem hljómaði í bílnum. Verð nú samt að láta athuga þetta betur fyrir norðurferðina í næstu viku!

Æ, ég vona bara að Sigurrós hætti ekki við að eignast börn eftir þessa ferð!......


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
29.06.2006 07:35:16
Hæ aftur Gnoðarvogurinn er númer 54. Ég held svo að við þessar barnlausu séum nú ýmsu vanar. Eru það líka ekki bara hin börnin sem eru óþekk???
etta lagi Særún belginn