Rakel bloggar

 

Generalprufa

Við Elmar fórum á völlinn að horfa á Aron og félaga spila leik í Íslandsmótinu. Það má segja að þetta hafi verið generalprufan okkar fyrir Essómótið sem verður á Akureyri 5.-8. júlí. Ég tók með mér fullan poka af gröfum og vörubílum sem unnu grimmt á hliðarlínunni á meðan á leiknum stóð....svo sem eins og félagarnir inni á vellinum, sem lögðu KRinga 3-2 í æsispennandi leik. Aron skoraði tvö markanna, hann er býsna seigur drengurinn, þegar kemur að fótbolta, enda fæddur með bolta á tánum. Boltaáhuginn er ekki eitthvað sem foreldrarnir héldu að honum í frumbernsku, hann bara var alltaf til staðar. Hann kallaði allt bolta þegar hann var að byrja að tala, sama hvort það var tunglið eða varta í andliti á gömlum manni. Hann var tveggja ára þegar hann valdi sér bók um Evrópumeistarakeppnina í fótbolta, til að lesa á kvöldin. Hann svaf ekki með bangsa heldur bolta, ég hafði mestar áhyggjur þegar hann fór út í vagn að boltinn myndi kæfa hann!!

Ég hélt að Sölvi myndi ekki fá áhugann - enda hafði hann áhuga á mörgu öðru til að byrja með. Hann fylgdi mér hins vegar á marga leiki og núna er það bara fótbolti.......!

Elmar er kominn með gröfurnar sínar á hliðarlínuna.......úfffff!


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
28.06.2006 22:50:38
Gaman gaman hvaðan fá börnin þennan áhuga eiginlega??? Annars er allt gott héðan, er í átaki við að kvitta enda kvarta ég stanslaust yfir því sjálf. Svo ertu bara velkomin í Gnoðarvoginn hvenær sem er!!!
etta lagi Særún belginn
29.06.2006 00:21:03
Já takk fyrir kvittunina! Númer hvað er húsið? Maður verður nú að renna við einhverntíma!
etta lagi Rakel Guðmundsdóttir belginn