Rakel bloggar

 

Da Vinci.....

 Ég fór í bíó með Siggu frænku í gær. Það var reyndar alveg óvart, ekkert planað með löngum fyrirvara, enda kom í ljós að Þrándur átti að vera á fundi á sama tíma. Góð ráð voru dýr, Sigga ætlaði að sækja mig þannig að Aron tók að sér að passa bræður sína. Engin tímamörk stóðust nú í undirbúningnum þannig að þegar ég fór var hvorki búið að hátta né bursta. Eins og góðri móður sæmir (sem kemst sjaldan eða aldrei í bíó sem er bannað innan eitthvað), setti ég símann á silent og horfði á myndina. Ég er ekki búin að lesa bókina og lítið búin að setja mig inn í efnið. Það vakti þó áhuga minn þegar ég las að Færeyingar væru búnir að banna sýningar á henni.

Mér fannst myndin ágætis afþreying og ég hef þokkalega gaman af svona plott og tilgátumyndum, en hvað er að fólki sem tekur þessu eins og heilögum sannleik! Eru ekki til svona kenningar um hitt og þetta í sögunni. Sumir trúa því alls ekki að Armstrong hafi stigið fæti á Tunglið - fáninn á myndinni frægu blaktar of mikið fyrir þyngdarleysi Tunglsins! Ég sé enga ástæðu til að setja allt á annan endann þó einhver setji hugsanir sínar í mynd.

Þegar ég kom heim var miði á borðinu, handskrifaður eftir Aron : Við erum allir í mínu herbergi. Kveðja Aron.


Leggja or belg
1 hefur lagt or belg
19.06.2006 21:03:15
Hvers konar uppeldi er þetta ? Er þetta ættgengt ? Að gríni slepptu. þá hef ég heyrt marga tala um þessa mynd og bók. Þetta hlýtur að vera tóm tjara. Mér dettur í hug bíómyndin "Boðorðin tíu" með Heston. Þá sagði einhver: Bókin var betri !
etta lagi GHF belginn