Rakel bloggar

 

Þjóðhátið

Hef aldrei farið í svona ljúfa göngu á 17. júní. Við löbbuðum hér í Fossvoginum hjónin með yngri drengina tvo á hjólum - engin mannþröng og engin bílastæðavandamál!

Drengjunum bauðst reyndar að fara í skrúðgöngu, en neituðu allir. Reyndar spurði Sölvi hvað skrúðganga væri.....en þá var klukkan tíu mínútur í tvö og of seint að fara af stað.

Ég man reyndar þá tíð að við hjónin puntuðum okkur upp í allt of mikil sumarföt og fórum í miðbæinn þar sem var allt of mikið af fólki. Stóðum norpandi í biðröðum til að kaupa gasblöðrur og stóðum svo uppi tvö með sofandi barn í miðri skrúðgöngunni, krókloppin.

Drengirnir voru hæstánægðir með gönguna í dag. Ég ætla ekkert að útskýra fyrir þeim alveg strax hvað skúðganga er - þeir geta bara flett því upp seinna!


Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!