Rakel bloggar

 

Veikindi á ný!

Fyrsti heili frídagurinn minn og hann hófst klukkan 5 í morgun! Sölvi vaknaði með mikinn höfuðverk og hita - aftur! Hann var því heima í dag en hresstist sem betur fer það mikið að seinnipartinn grét hann ekki yfir höfuðverk heldur því að mega ekki fara út með vini sínum!

Fór í leikfimi...og svo í Bónus því það er svo mikið í leiðinni. Þegar ég kom heim með 6 troðfulla poka var amma Þura komin í heimsókn. Hún og Pétur höfðu komið ofan af Þingvöllum seint í gærkvöld eftir að hafa hamast þar í garðvinnu. Hún var bæði búin að skúra heima og taka á móti gestum þegar hún kom til mín, auðvitað dauðþreytt enda komin á níræðisaldur! Hún er samt alltaf jafnhissa ef hún finnur til þreytu! Ég held að það sé bara hvíld fyrir hana að koma og horfa á draslið og óskúruðu gólfin hjá mér!

Ég fór auðvitað að klóra í bakkann þegar ég heyrði hvað gamla konan var búin að gera, byrjaði á þvottahúsinu......svo settist ég bara við tölvuna til að vita hvort þetta líður ekki bara hjá!!!!!!!!!!!!

Úff, ég er allavega komin í "frí"!


Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!