Rakel bloggar

 

Gengur ekki lengur!

Svona rétt til að viðhalda mínum lit á betra.is þá verð ég að setja niður nokkrar línur!

Meira hvað hið yfirborðkennda fésbókardæmi tekur frá manni tímann sem hefði annars farið í að blogga!!!  Skráði mig nú samt ekki á námskeiðið í skólanum mínum þar sem hægt var að fræðast meira um fésið.....kann sennilega svona það helsta. Mér finnst fésbókin einhvernveginn strax vaxa manni upp yfir höfuð og enda þannig að maður veit ekki neitt um neinn - nema kannski hvað var í matinn hjá viðkomandi fyrr um daginn! Mér finnst meira gaman að fá almennilegar fréttir upp á "gamla" mátann..!

Námskeiðið sem ég fór á í skólanum var hins vegar saumanámskeið þar sem við lærðum að sauma emamikjólinn. Það var bara skemmtilegt, þó sérstaklega að upplifa stríðsástandið í efnabúðinni - hreinlega vitlaust að gera hjá þeim. Nú er kannski komið að því að maður fari að sauma flíkur - hef ekki lagt í það eftir að ég saumaði rassinn á buxunum á hlið þarna forðum!!

Annars er ég á leið að Skógum á morgun þar sem kórinn ætlar að syngja látlaust í 2 daga. Hélt upp á það strax í morgun með því að byrja að finna fyrir í hálsi.....vonandi verður ekkert úr því, það væri ekki gaman að vera raddlaus innan um 80 syngjandi dömur! Fínt að vera búin að sauma flík sem má nota á 25 mismunandi vegu - þarf ekki stóra ferðatösku undir hana! ;)

Læt vita hvernig málin þróast......!

 


Leggja or belg
4 hafa lagt or belg
05.03.2009 23:01:09
Mikið var
Hæ, hæ!
Ég er alveg um það bil að gefast upp á að líta á bloggsíður ættingjanna, allir hættir að blogga og komnir á fésið og við þessir fimm sem erum þar ekki erum bara alveg úti að aka!
Kveðja
etta lagi Nína belginn
06.03.2009 18:47:35
Það er stundum gott að vera aðeins rámur, en spurning þegar maður er í kór.
Þú þarft að byrja á að blogga og svo kíkja á fésið...
etta lagi Sverrir belginn
09.03.2009 08:31:05
Júhúúú, loksins blogg, sammála með fésið, ótrúlegur tímaþjófur.

Hilsen úr vorinu ;O)
etta lagi Áslaug Ýr belginn
10.03.2009 22:58:51
Mikið væri það nú ljúft ef hægt væri að samtengja bloggið og Facebókina þannig að uppfærslur á fésinu kæmu sjálfkrafa inn hér...
Æ, það er hægt að láta sig dreyma ;)
etta lagi Sigurrós belginn