Rakel bloggar

 

Guði sé lof fyrir Mosfellsbæ!

Undanfarin þrjú sumur hef ég tekið þátt í kvennahlaupinu í Mosfellsbæ. Algjör frelsun fyrir þann sem ekki vill kremjast milli kvenna í Garðabænum og eyða svo deginum í að finna bílinn sinn aftur að hlaupinu loknu!

Ég hleyp 5 kílómetra sem er ekki það minnsta og ekki það mesta - og næ því að hlaupa um Álafosskvosina. Hreint frábært umhverfi!

Í dag var veðrið ekki eins gott og hin árin tvö, sennilega betra til að hlaupa í, en náttúran stóð fyrir sínu.

Svo er alltaf svo gaman að sjá hvern maður hittir þegar maður fer svona "einn" að hlaupa. Núna í ár  hitti ég systurnar Hildi og Snædísi frá Kvígindisdal, alltaf gaman að hitta sveitungana og fá snöggsoðnar fréttir af síðustu árum.

Endurnærð eftir skokkið, kannski maður fari bara 7 kílómetra næst! Laughing


Leggja or belg
Enginn hefur lagt or belg!