Rakel bloggar

 

Helgin

Jæja þá er helgin búin og seinni tónleikarnir okkar líka! Þar með er ég næstum komin í jólafrí;) Var reyndar hrædd um að kvef kæmi í veg fyrir að ég yrði með í dag - en náði að stramma það af með fullt af engifertei og hvíld á röddinni yfir helgina. Þrándur og tengdamamma máttu nú líka til með að sjá mig í mínum fagurgræna söngkjól innan um hinar 80:)!

Tónleikarnir gengu annars ágætlega og voru með mun rólegra yfirbragði en þeir fyrri - enda stytti stjórnandinn prógrammið um ein 3 lög! Þrándi þótti samt nóg um hörðu bekkina í Kristskirkju og var feginn að ekki mátti klappa upp í kirkjunni! (Við vissum það ekki á fyrri tónleikunum og uppklappið var ekkert öðruvísi en hjá frægustu óperusöngvurum heims!)

Annars var helgin bara róleg, við steiktum laufabrauð í gær, Sölvi fór á skákmót í dag og Aron fór á tvær úrtaksæfingar fyrir val í knattspyrnulandslið drengja u-16 ára. Það verður spennandi að sjá hversu langt hann kemst í því!

Hann Reynir á afmæli í dag......til hamingju!

Vinnuvikan framundan með öllu jólastússinu - verður maður ekki að föndra eitthvað með þessum krílum? Alveg er ég viss um að ég finn eitthvað .....!


Leggja or belg
3 hafa lagt or belg
08.12.2008 22:32:27
Ég var í matarboði í gær hjá konu sem var á þessum tónleikum. Hún var mjög ánægð með kórinn og hældi honum, en hún sagði einmitt að bekkirnir hefðu verið hræðilegir. Ætli bekkirnir séu ekki svona til þess að koma í veg fyrir það að fólk sofni í messunum.
Kær kveðja frá Sigurrósarmömmu

etta lagi Ragna belginn
11.12.2008 22:03:24
Vildi óska að ég hefði tíma til að fara á alla þessa dásamlegu tónleika sem ættarmeðlimir bjóða upp á. Til lukku svo með Aron, það verður spennandi að fylgjast með honum.
etta lagi Bryndís belginn
22.12.2008 22:33:04
Oh þú misstir sko af all svakalegum tíma, við vorum skjálfandi og titrandi með blóðbragð í munni en nú er góð samviska sennilega bara alveg fram yfir áramót. Gleðileg jól frænka og hlakka til að hitta þig í ræktinni á nýju ári.
etta lagi Særún belginn