Rakel bloggar

 

Á veginum rykgráa.....

Nú styttist í tónleika hjá okkur í Kvennakór Reykjavíkur - en þeir verða á miðvikudagskvöld og á næsta sunnudag í Kristskirkju.

Í kvöld sungum við á aðventukvöldi í Breiðholtskirkju. Jón Ásgeirsson samdi lag fyrir þá kvennakóra á landinu sem eru í félaginu Gígjunni og var lagið frumflutt hjá öllum kórunum á uppákomum víða um land í dag. Að auki sungum við eitt lag af prógramminu okkar - alltaf gott að fá svona aukaæfingu í að koma fram og ná skjálftanum úr höndunum ;)

Annars er ég búin að gera víðreist um helgina - fór vestur á Patreksfjörð til að fylgja Vigfúsi frænda mínum til grafar en hann er þriðji bróðir ömmu minnar sem fellur frá á síðasta hálfa árinu.

Ég fór með Lillu og Ómari í bíl og við gistum ásamt fleiri ættingjum á gistiheimili á Patró. Það var kistulagt og jarðað sama dag og heilmikil erfidrykkja á eftir. Það var yndislegt veður þrátt fyrir mikinn kulda og fallegt að líta yfir fjörðinn.

Minnir mig á það að nú styttist í skipulagningu gönguferðarinnar sem stendur til að fara í næsta sumar á þessu svæði með saumaklúbbnum af Skaganum!! Jahá! Meira um það síðar!

 

ps. titillinn á færslunni vísar í textann við lag Jóns sem við vorum að syngja í dag!


Leggja or belg
2 hafa lagt or belg
01.12.2008 22:45:23
Ekki sjens að ég komi á miðvikudagskvöldið, en sunnudagurinn gæti alveg verið inni ef ég fæ einhverja skemmtilega Henríettu með mér...
etta lagi Marta belginn
03.12.2008 09:34:55
Haltu einum eftir fyrir mig - hef aldrei komið í Kristkirkju og aldrei séð þig á tónleikum.
etta lagi Marta belginn