Rakel bloggar

 

Haha!

Má til með að láta eina góða úr skólastofunni flakka til ykkar!

Í tengslum við umfjöllun um vetrarföt datt mér í hug að segja börnunum frá þættinum sem ég horfði á í sjónvarpinu í gær um ungt fólk í Íran. Þar væru konur alltaf með sjal á höfðinu - líka á fótboltaæfingum og svo mættu konur ekki horfa á karlmenn í fótbolta því þeir spiluðu í stuttbuxum og það mættu konurnar ekki sjá.

Börnunum þótti þetta allt hið furðulegasta og spurðu hvers vegna þetta væri svona. Ég sagði þeim að þetta væru bara lög í þessu landi, margt væri nefnilega öðruvísi í Íran en hjá okkur - þar væri meira að segja bannað með lögum að drekka bjór og vín.

Þá brosti ein stúlkan út að eyrum og sagði " hann pabbi minn gæti aldrei átt heima í Íran"! ;)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
30.10.2008 18:08:31
Þessi er virkilega góður :D hahahahaha
Þetta lagði Sigurrós í belginn