Rakel bloggar

 

Vetrarfríííí

Bara rétt að láta vita að maður er á lífi! Meira að segja í vetrarfríi og algjörri afslöppun! Sverrir, Igga og strákarnir gistu hjá okkur í nótt - samt svaf ég til hálf ellefu og lét gestina sjá um sig sjálfa. Það var kuldalegt úti og þegar byrjaði að snjóa eftir hádegið, varð ég staðráðin í að þetta væri bara innidagur og ekkert vit í að fara í leikfimi eða eitthvert annað á stjá!

Seinnipartinn var komið sólskin og fínasta veður og ég enn á náttfötunum - en ekki aftur snúið!

Framundan er vetrarfrí fjölskyldunnar......þetta sameiginlega hjá okkur öllum! Ekkert planað - ætlaði að mála einn skenk - en var ekki búin að undirbúa það svo... við ætlum bara að borða góðan mat aftur og aftur.......!


Leggja or belg
5 hafa lagt or belg
25.10.2008 01:03:14
Líka í vetrarfrí
Við erum líka í vetrarfrí hérna fyrir norðan. Allir nema frúin. Takk fyrir dekkjavesenið. Kveðja úr snjóakistunni fyrir norðan.
etta lagi Friðgeir bróðir belginn
25.10.2008 23:56:15
Bara fyndið að þessi litlu dekk passi undir bíl sem er "alvöru"!! ;)
etta lagi Rakel belginn
26.10.2008 18:49:44
Súkkan er sko alvöru
Þetta er sko alvöru bíll 97 árgerð og fer að ná því að vera keyrður 40 þúsund. Eyðir engu. Það er sko gott að eiga svona bíl í þessari tíð.
etta lagi Inga mágkona belginn
28.10.2008 20:15:45
Já takk fyrir gistinguna, hefði getað málað skenkinn fyrir þig.

Bílar sem eru ekkert keyrðir, eyða engu;0)
etta lagi Sverrir belginn
01.11.2008 23:33:27
svona eiga vetrarfrí að vera!!
etta lagi olga belginn