Rakel bloggar

 

Sk├│lalok.....

Nú er langt síðan ég hef skrifað, enda allt á fullu hjá okkur svona í lok skólaársins. Við áttum góða helgi fyrir austan þar sem svæðið var undirbúið fyrir sumarið. Runnar voru klipptir, tún slegin og potturinn settur í gang. Svo var settur legsteinn á leiði tengdapabba. Allt þetta í yndislegu veðri í Lóninu!

Elmar Logi fékk svo hita kvöldið sem við komum heim, þannig að dagarnir tveir í vinnunni eru búnir að vera kapphlaup hjá okkur hjónunum við að láta dæmið ganga upp. Mér sýnist stefna í að hann verði heima á morgun líka.

Nú eru skólaslitin hjá mér á morgun þannig að ég verð að komast til að afhenda einkunnir í fyrramálið.

Svo má sólin fara að skína!Wink


Leggja or­ Ý belg
Enginn hefur lagt or­ Ý belg!